Viðmiðunarreglurnar eru byggðar á ákvörðun Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál varðandi jafnréttissjóðinn þann 23. júní 2013 og síðast fastákveðnar af embættismannanefndinni um jafnréttismál þann 29. nóvember 2018. Viðmiðunarreglurnar lýsa því hverju Norræna norrænanefndin sækist eftir frá verkefnum og stofnunum sem sækja um styrk.
Markmið sjóðsins er að hvetja til norræns samstarfs á sviði jafnréttismála innan ramma þeirrar samstarfsáætlunar sem ráðherrar jafnréttismála hafa sett fram og forgangsröðun hennar.
Stykur er veittur til verkefna sem fela í sér bæði norrænan hag og jafréttispólitískan ágóða. Allar umsóknir skulu tilgreina hvort verkefnin innihaldi eftirfarandi sjónarmið:
Jafnréttissjóðurinn fjármagnar aðeins verkefni sem hefjast sama ár og styrk er úthlutað og lýkur innan tveggja ára frá undirritun samnings. Starfsemi sem er hafin áður en umsóknarfrestur rennur út á ekki kost á að hljóta styrk.
Allar umsóknir verða metnar út frá því hvernig þær mæta eftifarandi kröfum og stefnum:
Með norrænum hag er átt við að hvaða leyti og í hve miklu mæli verkefnið:
Að þessu leyti fer matið eftir því hversu vel umsóknirnar:
Með jafnréttispólitískum ágóða er átt við að hvaða marki verkefnið:
Að þessu leyti miðar mat umsókna við hversu vel þær:
Með sjálfbærni er átt við í hvaða mæli:
Að þessu leyti miðast mat umsókna við það hversu vel þær:
Með framkvæmd er átt við:
Að þessu leyti miðar mat umsókna við það hversu vel þær:
Í umsókn skal gert ráð fyrir eigin framlagi eða öðrum fjárveitingum sem nemur að minnsta kosti 20% af heildarkostnaði verkefnis. Eigið framlag eða aðrar fjárveitingar geta verið í formi styrkja, sjálfboðavinnu, þátttökugjalds eða óbeinna kostnaða.
Upphæðin sem sótt er um skal vera á bilinu 50 000 og 500 000 danskar krónur (DKK)
Fjárhagsáætlun ska fylgja umsókn þar sem allir kostnaðarliðir og heildarupphæð eiga að vera gefin upp í dönskum krónum. Eigið framlag og heildarskotnaður skulu vera skýrt tilgreinidir í fjárhagsáætlun. Í fjárhagsáætlun skal skýra nákvæmlega hvaða útgjöldum upphæðin sem sótt er um styrk fyrir er ætlað að mæta með tilliti til heildarkostnaðar verkefnis.
Styrkir eru ekki veittir til að mæta kostnaði við endurskoðun eða ferðalög (með undantekningu hvað varðar ferðakostnað fulltrúa frjálsra félagasamtaka eða boðinna fyrirlesara).
Ekki er veittur styrkur fyrir óbeinum kostnaði svo sem launum eða niðurgreiðslum hverskonar eða öðrum rekstrarkostnaði (til dæmis vegna leigu, rafmagns eða tölvutækni).
Styrkir eru ekki veittir fyrir:
Starfsemi sem hlýtur styrk getur átt von á því að fá úthlutað lægri heildarupphæð en þeirri sem sótt var um eða að hljóta aðeins styrk fyrir hluta af umsókninni.
Eftirfarandi starfsemi á kost á að hljóta styrk:
Jafnréttissjóðurinn beinir sér að breiðum markhópi og tekur á móti umsóknum um styrki frá ýmsum stofnunum og starfsemi, meðal annars frá:
Hvert verkefni verður að fela í sér beina tengingu við að minnsta kosti þrjú norðurlönd, og þá eru Færeyjar, Grænland og Álandseyjar taldar sem sér einingar. Þar að auki eru styrkir veittir til starfsemi sem felur í sér samstarf við nærliggjandi svæði þ.e.a.s. Eistland, Lettland, Litháen og norðvestur Rússland* ef að minnsta kosti tvö norðurlönd taka þátt í verkefninu. Aðalumsækjandi skal vera frá einhverju norðurlandanna eða Færeyjum, Grænlandi eða Álandseyjum.
*Please note that the Nordic Council of Ministers have suspended cooperation with Russia. Cooperation with north-west Russian partners in the Nordic Gender Equality fund is thereby currently not possible. For more information please see norden.org (in Icelandic)
Styrkir eru ekki veittir til:
Umsóknir skulu annað hvort skrifaðar á einhverju skandínavísku tungumálanna (sænsku, dönsku eða norsku) eða ensku á þar til gert rafrænt umsóknareyðublað sem finna má á heimasíðu NIKK (www.nikk.no) Rafrænt umsóknarkerfi verður gert aðgengilegt á www.nikk.no u.þ.b. mánuði fyrir síðasta umsóknardag.
Með umsókn um styrk skal fylgja bæði tíma- og fjárhagsáætlun fyrir fyrirhuguða starfsemi. Í umsókninni skal einn af umsækjendunum tilgreindur sem aðalábyrgðaraðili verkefnis.
NIKK miðlar ákvörðun sjóðsins um styrkveitingu til umsækjenda í tölvupósti í maí eftir að ákvörðun hefur verið tekin og embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar hefur gefist kostur á að beita neitunarvaldi sínu.
Starfsemi sem hlýtur styrk skal gera samning við NIKK sem fylgir ákveðnu ferli. Eftir að samningur hefur verið undirritaður er styrkurinn greiddur út til styrkþega. Styrkþegi getur reiknað með útborgun í fyrsta lagi einum mánuði eftir að beiðni um greiðslu hefur verið send. Miðað er við að 85 pósent af heildarupphæð veitts styrks greiðist út eftir undirritun samnings við upphaf verkefnis og þau 15 prósent sem eftir eru greiðast út eftir að lokaskýrslan hefur verið samþykkt.
Aðalábyrgðaraðili verkefnisins (aðalumsækjandi) ber ábyrgð á því að skila inn lokaskýrslu (sjálfsmati) og fjárshagsuppgjöri til NIKK í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir að verkefninu lýkur. Ónýttan hluta styrks skal endurgreiða til NIKK.
Lokaskýrsla skal meðal annars gera grein fyrir: