Skip to main content sv

Norrænn jafnréttissjóður


Norrænn jafnréttissjóður fjármagnar samstarf sem er ætlað að stuðla að jafnrétti. Með sjóðnum auglýsir Norræna ráðherranefndin á hverju ári styrki fyrir verkefni sem að minnsta kosti þrjár stofnanir eða samtök frá að minnsta kosti þremur Norðurlöndum vinna saman að. Verkefnin geta til dæmis snúist um að skapa nýja þekkingu, deila með sér af reynslu og styrkja innviði norræns samstarfs.

Haustið 2020 verða auglýstir styrkir til umsókna fyrir samstarfsverkefni sem hafa að markmiði að stemma stigu við kynskiptingu á vinnumarkaði. Með þessari markvissu styrkjaauglýsingu gefst aðilum sem hljóta styrk kostur á að horfa lengra fram á við og vinna að varanlegum breytingum.

NIKK hefur umsjón með sjóðnum fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Í því felst að auglýsa styrki til umsóknar, meta umsóknir og að fylgja niðurstöðum eftir.